Það er gott að vera í skilum... við Skilum.

Hér má sjá svör við þessum helstu spurningum sem snúa að greiðendum.

Ég var að fá innheimtubréf, hvað geri ég?

Athugaðu dagsetninguna á bréfinu og hvort búið sé að ganga frá greiðslu, t.d. á meðan verið var að bera bréfið út. Ef krafan er ennþá í heimabankanum þínum geturðu gengið frá greiðslu þar. Einnig er hægt að framvísa innheimtubréfinu í næsta bankaútibúi og greiða skv. OCR upplýsingum á innheimtubréfi.

Er hægt að semja um vanskil?

Hafðu samband við okkur við allra fyrsta tækifæri og við skoðum málið í sameiningu. Í flestum tilfellum er hægt að semja um fresti eða gerð greiðslusamkomulags. Fyrir alvarlegri greiðsluvandamál bendum við á Umboðsmann skuldara.

Hvað kostar greiðslusamkomulag?

Það kostar 3.348kr að gera greiðslusamkomulag og að fresta greiðslum. Seðilgjald greiðslusamningskrafna er 395kr.

Ég get ekki borgað af greiðslusamkomulagi, hvað geri ég?

Ef greiðsla berst ekki af greiðslusamkomulagi innan veitts greiðslusfrests fellur samkomulagið niður og innheimta hefst á ný. Ef veittur var afsláttur fellur hann einnig niður.

Hvernig greiði ég af greiðslusamkomulagi?

Það stofnast krafa til greiðslu í nafni Skilum í heimabanka greiðanda.

Ef búið er að skrá mál á vanskilaskrá Creditinfo og ég geri greiðslusamkomulag, er málið þá afskráð?

Nei, málið verður á vanskilaskrá þar til fullnaðargreiðsla berst og er málið svo afskráð daginn eftir.

Ég vil greiða fyrir annan aðila, hvernig sný ég mér í því?

Til þess að mega fá upplýsingar um vanskil og til þess að semja um skuldir annars aðila, þarftu að hafa umboð frá viðkomandi um að þér sé það heimilt.