Fruminnheimta felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar, annað hvort í nafni kröfuhafa eða í nafni Skilum, í samræmi við innheimtulög. Hafi krafa ekki greiðst innan 10 daga tekur við milliinnheimta.
Í milliinnheimtu er greiðandi áminntur með bréfum, símhringingum og tölvupóstum. Greiðandi er hvattur til þess að greiða við allra fyrsta tækifæri og lausna er leitað á þeim vanda sem blasir við.
Gjaldskrá Skilum er í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.
Takist ekki að leysa málið í frum- eða milliinnheimtu eru mál send áfram til samstarfsaðila Skilum, LML lögmanna.